Miðvikudagur, 21. nóvember 2012 19:28 |
Búið er að samþykkja nýju reglurnar hjá ISSF og verða þær aðgengilegar næstu daga. Í skeet breytist röðin á hringnum þannig að á palli 4 eru bara skotnar stöku dúfurnar en eftir pall 7 er farið á pall 4 og þar skotin bæði dobblin og svo farið á pall 8 og klárað. Í final fara 6 efstu úr aðalkeppninni og byrja á núlli. Skotin eru tvö dobbl á palli 3,4,5 og 4 eða alls 16 dúfur. Sæti 5 og 6 detta þá út og sæti 3 og 4 keppa um bronsið og síðan sæti 1 og 2 um gullið. Einnig er ekki leyfilegt að lyfta byssu fyrir hring nema á palli 1 með leyfi dómara !
Nýju reglurnar í loftbyssunni eru helst þannig að skottíminn er styttur í 1 klst og 15 mínútur í karlaflokki og 50 mínútur í kvennaflokki. Við þennan tíma bætast 15 mínútur ef ekki er skotið á elektrónísk skotmörk. Í final fara 8 efstu eftir undnakeppnina og byrja þar á núlli ! Næst eru skotnar tvær 3 skota hrinur og er hver hrina 150 sekúndur. Því næst eru skotnar tveggja skot hrinur, hver þeirra í 50 sekúndur. Áttunda sæti er ákveðið eftir 8 skot og fellur þar út. Því næst eru skotin tvö skot og sjöunda sæti detur þar út og svo koll af kolli þar til brons silfur og gull sætið liggur fyrir!
|