Fimmtudagur, 10. janúar 2013 17:12 |
Tilkynnt var um val á Íþróttamanni Reykjavíkur fyrir stundu í hófi sem Borgarstjóri og Íþróttabandalag Reykjavíkur buðu til í Höfða. Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Fjölni varð fyrir valinu að þessu sinni og er gullverðlaunahafinn frá Ólympíuleikum fatlaðra vel að sæmdarheitinu kominn. Við óskum honum hjartanlega til hamingju með titilinn. Okkar maður, Ásgeir Sigurgeirsson, var í hópi 10 útvaldra íþróttamanna Reykjavíkur sem hlutu einnig viðurkenningu fyrir árangur sinn á árinu. /gkg
|