Miðvikudagur, 30. janúar 2013 17:20 |
Þær ánægjulegu fréttir bárust okkur í dag að skammbyssuskyttan okkar hann Ásgeir Sigurgeirsson er kominn með A-styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ en hann nemur 200þús kr. á mánuði næstu 12 mánuðina. Nánar má lesa um þetta á heimasíðu ÍSÍ. Við SR-félagar óskum Ásgeiri hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna og hvetjum hann til frekari afreka í framtíðinni.
|