Ásgeir Sigurgeirsson úr SR sigraði á Landsmóti STÍ í Frjálsri skammbyssu í morgun á nýju Íslandsmeti, 543 stig. Annar varð Guðmundur Kr. Gíslason einnig úr SR með 476 stig og þriðji varð svo Thomas Viderö úr SFK með 469 stig. Jórunn Harðardóttir úr SR varð fjórða með 459 stig og Jón Árni Þórisson úr SR með 426 stig. Nánari úrslit og myndir koma hér síðar í dag.