Skotfélag Reykjavíkur hélt í kvöld minningarmót um Hans P. Christensen í loftskammbyssu og loftriffli. Það bar helst til tíðinda að Guðmundur Helgi Christensen og Ásgeir Sigurgeirsson bættu Íslandsmet sín . Ásgeir hlaut 589 stig en hann átti gamla Íslandsmetið sem var 586 stig síðan 2009. Guðmundur halut 599,6 stig í loftrifflinum en gamla metið var sett fyrr á árinu. Í loftskammbyssunni varð Kristína Sigurðardóttir önnur með 553 stig, en karlar og konur kepptu saman að þessu sinni. Í þriðja sæti varð svo Thomas Viderö með 549 stig. Í öðru sæti í loftriffli varð Jórunn Harðardóttir með 593,4 stig og Íris Eva Einarsdóttir þriðja með 590,2 stig. Fjölmennt var á mótinu sem haldið var í Egilshöllinni en 25 keppendur mættu til leiks. Nokkrar myndir frá mótinu eru hérna. /gkg