Sunnudagur, 05. maí 2013 14:24 |
Á Vormóti SR í Bench Rest sem var að ljúka, sigraði Valdimar Long með 0,4688 stig (gr.agg.), annar varð Kjartan Friðriksson með 0,5125 stig og þriðji Bergur Arthursson með 0,5565 en þeir keppa allir fyrir Skotfélag Reykjavíkur. Næstu menn voru Hjörleifur Hilmarsson SFK með 0,5853, Daníel Sigurðsson SR með 0,6265 og Kristján R. Arnarson SKH með 0,6302 stig. Nálgast má nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingunni hérna og einnig syrpa hjá Halldóri Nikulássyni hérna. Bráðabirgða skorblað og tækjalisti er hérna, en eftir á að umreikna tommurnar í mm. Athugið að skjalið er tvær blaðsíður. /gkg
|