Laugardagur, 27. júlí 2013 19:26 |
Ásgeir Sigurgeirsson endaði í 15.sæti á Evrópumeistaramótinu í Króatíu í dag í Frjálsri skammbyssu. Keppendur voru 49 bestu skotmenn Evrópu. Skorið hjá honum var fínt eða 91 92 89 95 94 92 alls 553 stig og vantaði hann aðeins 2 stig til að komast í úrslit efstu 8 manna. Ásgeir er sem stendur í 17.sæti á Evrópulistanum í Frjálsu skammbyssunni og í 33.sæti á heimslistanum.
|