Mánudagur, 23. september 2013 13:02 |
Laugardaginn síðastliðinn fór fram Kvennaskotmótið Skyttan í Skeet og er þetta annað árið sem mótið fer fram. Keppendur að þessu sinni voru ellefu talsins. Markmiðið með mótinu er að kynna íþróttina fyrir konum og aðeins að hrista þær saman. Keppt er í tveim flokkum, nýliðar og svo reynslumeiri skyttur. Nýliðarnir skjóta 50 dúfur á völdum pöllum en reynslumeiri skjóta 75 dúfur.Skotfélag Reykjavíkur átti fimm keppendur á mótinu, tvær sem kepptu í nýliðum og svo þrjár í flokki reynslumeiri. Nýliðarnir hjá SR stóðu sig eins og hetjur og fóru heim með fyrsta og þriðja sæti sem er alveg frábær árángur. Það voru þær C.Lisa Óskarsdóttir úr SR sem fór með sigur ‚ Ásrún úr SIH var önnur og Ása Jakops SR hreppti þriðja sætið. Í flokki reyslumeiri var það svo Helga úr SIH sem fór með sigur af hólmi, okkar kona Árný endaði í öðru sæti og Guðbjörg úr SIH var svo þriðja. Mótið var alveg frábært í alla staði, veðrið lék við okkur, allir mættu með góða skapið og erum við strax farnar að hlakka til að halda mótið að ári hjá okkur í SR J
|