Bergur Arthursson úr SR varð Íslandsmeistari í Bench Rest riffli í dag. Keppt var í skori á 100 og 200 metrum. Skorið hjá honum var mjög gott eða 250 stig+16x á 100 metrum og 249 stig+8x á 200 metrum eða alls 499 stig af 500 mögulegum + 24xur af 50 mögulegum. Í öðru sæti varð Daníel Sigurðsson einnig úr SR með 250/11x+249/2x= 499 stig+13x. Í þriðja sæti hafnaði Egill Þ.Ragnarsson úr SR með 250/15x+248/5x= 498 stig+20x. Myndir frá mótinu eru komnar hérna og nánari úrslit birtast svo á úrslitasíðu STÍ eftir helgina./gkg