Laugardagur, 21. september 2013 15:46 |
Eftir fyrri daginn á 100 metra færi er staðan á Íslandsmótinu í Bench Rest í skori þannig að Bergur Arthursson er fyrstur með 250/16x, Hjörleifur Hilmarsson annar með 250/15x og Egill Þ.Ragnarsson þriðji einnig með 250/15x. Keppnin er hnífjöfn einsog sjá má af því að sjöundi maður er með 249/10x. Nokkrar myndir frá mótinu eru komnar hérna. Á morgun heldur keppnin áfram og verður þá skotið á 200 metra færi. /gkg
|