Sunnudagur, 20. október 2013 16:49 |
Jórunn Harðardóttir úr SR bætti eigið Íslandsmet í dag á enskum riffli liggjandi. Hún skaut hlaut 609,1 stig en gamla metið sem hún átti sjálf, var 604,7 stig frá því 23.febrúar s.l. Í karlaflokki sigraði Arnfinnur A.Jónsson úr SFK með 613,7 stig, annar varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 610,3 stig og í þriðja sæti Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 608,4 stig. Jafnframt bætti A-sveit Skotfélags Kópavogs Íslandsmetið með 1829,6 stigum en gamal metið áttu þeir einnig síðan 23.febrúar s.l., 1826,9 stig.
|