Fimmtudagur, 21. nóvember 2013 16:04 |
Á Landsmóti STÍ í loftskammbyssu í Kópavogi í gærkvöldi sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 583 stig. Annar varð svo Thomas Viderö úr SFK með 563 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 362 stig en Jórunn Harðardóttir úr SR varð önnur með sama stigafjölda en færri X-tíur eða 4 á móti 7 hjá Báru.
Í kvöld er svo keppt í loftriffli á sama stað.
|