Sunnudagur, 08. desember 2013 16:57 |
Jón Þór Sigurðsson úr SFK setti nýtt Íslandsmet í enskum riffli, 60 skotum liggjandi, á landsmóti STÍ í Kópavogi í dag. Hann hlaut 618,3 stig. Arnfinnur A. Jónsson úr SFK varð annar með 614,8 stig og Guðmundur Helgi Christensen úr SR varð þriðji með 604,6 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 597,5 stig.
|