Sunnudagur, 19. janúar 2014 12:15 |
Á landsmóti STÍ í loftbyssugreinunum sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 373 stig, aðeins einu stigi frá gildandi Íslandsmeti í loftskammbyssu kvenna. Í öðru sæti varð Kristína Sigurðardóttir einnig úr SR með 366 stig og í 3ja sæti Bára Einarsdóttir. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 574 stig, Thomas Viderö úr SFK varð annar með 554 stig og Stefán Sigurðsson úr SFK með 545 stig. Í liðakeppninni sigraði lið SFK-a með 1,630 stig, SR-a varð í öðru sæti með 1,628 stig og í 3ja sæti SFK-b með 1,514 stig. Guðmundur H.Christensen sigraði í loftriffli karla með 574,9 stig, Logi Benediktsson úr SFK varð annar með 556,5 stig og í 3ja sæti Þorsteinn Bjarnarson úr SR með 512,0 stig. Í loftriffli kvenna sigraði Íris E.Einarsdóttir úr SR með 396,8 stig og í 2.sæti varð jórunn Harðardóttir úr SR með 389,9 stig. Nánari úrslit eru hérna og eins er komið myndband frá mótinu í boði JAK hérna.
|