SR með gull á landsmótinu í gær Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 24. janúar 2014 09:06

asgeir 2013 free  017Ásgeir Sigurgeirsson úr SR vann gullið á landsmóti STÍ í frjálsri skammbyssu í gær. Hann hlaut 552 stig en næstur honum varð Thomas Viderö úr SFK með 535 stig. Í liðakeppninni sigraði A-liðið okkar með innanborðs þau Ásgeir Sigurgeirsson (552), Guðmund Kr. Gíslason (476) og Jórunni Harðardóttur (467) með 1,495 stig. Í öðru sæti varð A-sveit SFK með 1,480 stig en í þriðja sæti varð B-liðið okkar með 1,363 stig en það skipuðu þeir Engilbert Runólfsson (466), Guðmundur H.Christensen (461) og Jón Á. Þórisson  (436). Þess ber einnig að geta að þessi grein er karlagrein á aljóðavettvangi en hérlendis hefur Skotíþróttasambandið lagað reglurnar að okkar aðstæðum og leyft konum og körlum að keppa í sama flokki, óháð kyni.  Nánar á www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button