Mánudagur, 21. apríl 2014 17:25 |
Fyrsta Mávamót SR í ár fór fram í dag í ekki sem bestu aðstæðum, rigningaskúrum og á stundum allskonar vindi, nokkuð hvössum, en þó var mótið hin besta skemmtun. Nokkrir ferskir keppendur mættu til leiks og höfðu gaman að. Mikil og misjöfn glíma var við náttúruöflin, rigninguna og rokið og gekk keppendum misjafnlega í þessum aðstæðum. Daníel Sigurðsson sigraði á mótinu með samtals 142 stig af 150 mögulegum. Á hæla honum kom Bergur Arthússson með 141 stig og í þriðja sæti Kjartan Friðriksson með 131 stig. Soffía Bergsdóttir endaði í fjórða sæti með 128 stig og Sigurður Einarsson í því fimmta með 126 stig. Mávamótin fara fram á 300, 200 og 100 metrum og er 5 skor skotum skotið á hvert færi. Þeir sem vilja kynna sér sportið nánar, geta skoðað skífurnar uppi á Álfsnesi og fengið þar frekari upplýsingar.
|