Á Landsmóti STÍ, sem haldið var í Hafnarfirði um helgina, varð Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur í öðru sæti með 28 stig og Lísa Óskarsdóttir úr SR varð í þriðja sæti með 11 stig. Eva Ó. Skaftadóttir úr SR með 9 stig. Í karlaflokki áttum við þrjá keppendur, þá Gunnar Sigurðsson með 85 stig, Guðmund Pálsson með 100 stig, en hann hafnaði í 4.sæti í aðalkeppninni, og Kjartan Örn Kjartansson með 89 stig. Saman lentu þeir í 3ja sæti í liðakeppninni. Nánar á úrslitasíðu STÍ.