Sunnudagur, 18. maí 2014 20:41 |
A-liðið okkar varð í öðru sæti á landsmóti STÍ í dag með 293 enA-sveit SÍH sigraði með 295 stig. Sveitina okkar skipuðu Örn Valdimarsson (102), en hann varð jafnframt í 3ja sæti í einstaklingskeppninni, eftir bráðabana við Stefán G.Örlyggson úr SKA og okkar mann Kjartan Ö. Kjartansson, Sigurður U.Hauksson (97) og Guðmundur Pálsson (94). Í þriðja sæti varð B-sveit SR með 279 stig en hana skipuðu Gunnar Sigurðsson (80), Kjartan Ö.Kjartansson (102) og Þorgeir M. Þórgeirsson (97). Í einstaklingskeppninni sigraði Sigurþór Jóhannesson úr SÍH með 112 stig, annar varð Grétar M. Axelsson úr SA með 104 stig og Örn Valdimarsson úr SR með 102 stig.
|