Á Landsmótinu í Þorlákshöfn í dag sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr SFS með 112 stig (23-21-22-25-21), annar varð Kjartan Ö. Kjartansson úr SR með 105 stig (24-19-20-20-22) og í þriðja sæti varð unglingurinn Sigurður Unnar Hauksson úr SR með 104 stig. Í fjórða sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr SA með 102 stig, Örn Valdimarsson úr SR varð fimmti með 102 stig og sjötti varð Guðmann Jónasson úr MAV með 101 stig. A-sveit Skotfélags Reykjavíkur sigraði í liðakeppninni með 311 stig en hana skipuðu Sigurður Unnar Hauksson (104), Kjartan Örn Kjartansson (105) og Örn Valdimarsson (102). Í öðru sæti varð B-sveit SR með 254 stig með innanborðs þá Karl F. Karlsson (91) Gunnar Sigurðsson (83) og Sigtrygg Karlsson (80). Í þriðja sæti varð A-sveit SÍH með 237 stig en hana skipuðu Hörður Sigurðsson (88), Aðalsteinn Svavarsson (79) og Kristinn G. Guðmundsson (70)