Sunnudagur, 08. júní 2014 11:24 |
Í undankeppninni í frjálsri skammbyssu á Heimsbikarmótinu í München  í Þýskalandi í morgun, var Ásgeir Sigurgeirsson með fimmta besta skorið, 561 stig (92-96-92-96-92-93). Með því komst hann í aðalkeppnina sem er á morgun, en 90 bestu skotmennirnir komust í aðalkeppnina. Í fyrramálið hefst keppnin kl. 8:45 að staðartíma eða 6:45 að íslenskum tíma. Hér verður hægt að fylgjast með.
|