Sunnudagur, 08. júní 2014 11:30 |
Eftir undankeppnina á heimsbikarmótinu í München í Þýskalandi í morgun, var Ásgeir Sigurgeirsson með fimmta besta skorið, 561 stig (92-96-92-96-92-93). Hann keppir því í aðalkeppninni á morgun en 90 bestu komust áfram. Keppnin hefst kl. 8:45 að staðartíma eða 6:45 að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með hérna. Þess má geta að Ásgeir setti gildandi Íslandsmet sitt í München árið 2011, 565 stig og kann því greinilega vel við sig þarna.
|