Laugardagur, 19. júlí 2014 17:48 |
Íslandsmóti kvenna í SKEET lauk í dag og varð Dagný H. Hinriksdóttir (SR) hlutskörpust með 39 dúfur og hlýtur því titilinn Íslandsmeistari STÍ í SKEET kvenna. Helga Jóhannsdóttir (SÍH) varð önnur með 38 dúfur og Snjólaug M. Jónsdóttir (MAV) þriðja með 37 dúfur. Var spennan mikil enda skilur bara 1 dúfa á milli sæta. Í liðakeppni var aðeins lið frá SR en þær skutu nýtt íslandsmet eða 102 dúfur samanlagt. Í þriðja flokki var Helga Jóhannsdóttir (SÍH) efst og Snjólaug önnur en Dagný H. Hinriksdóttir (SR) var efst í Opnum flokki, Lísa Óskarsdóttir (SR) önnur og Guðbjörg Konráðsdóttir (SÍH) þriðja.
Hér má nálgast úrslitin á pdf formi.
|