Sunnudagur, 20. júlí 2014 19:44 |
Íslandsmóti STÍ í SKEET í karla-, unglinga- og öldungaflokki lauk í dag. Ellert Aðalsteinsson (SR) er Íslandsmeistari STÍ í SKEET 2014. Hann hafði betur í 4 dúfu bráðabana vð Örn Valdimarsson (SR), sem hafnaði í öðru sæti. Þeir skutu báðir 112 dúfur af 125 mögulegum. Grétar M. Axelsson (SA) náði þriðja sæti eftir 6 dúfu bráðabana við Stefán G. Örlygsson (ÍA) en þeir voru jafnir með 104 dúfur. Sigurður U. Hauksson (SR) er Íslandsmeistari unglinga en hann skaut einnig 112 dúfur. Gunnar Sigurðsson (SR) sigraði svo Öldungaflokkinn með 92 dúfur og Halldór Helgason (SR) varð annar með 87 dúfur.
Hér eru úrslitin á pdf formi.
|