Á landsmóti STÍ í haglabyssu skeet sem haldið var á Húsavík í dag setti Örn Valdimarsson úr SR nýtt Íslandsmet, 118 stig (25 24 22 24 23). Einnig var hann í sigursveit Skotfélags Reykjavíkur sem jafnaði Íslandsmetið í liðakeppni karla í 336 stig en í sveitinni voru auk Arnar, þeir Kjartan Örn Kjartansson (106) og unglingurinn Sigurður Unnar Hauksson með 112 stig, sem er aðeins einu stigi frá Íslandsmeti hans í unglingaflokki. Í kvennaflokki bætti Snjólaug M. Jónsdóttir úr MAV eigið Íslandsmet og endaði með 48 stig. Í öðru sæti í kvennaflokki varð Dagný H. Hinriksdóttir úr SR með 38 stig. Í karlaflokki varð Guðlaugur B.Magnússon úr SA annar með 109 stig og Guðmann Jónasson úr MAV varð þriðji með 107 stig. Í liðakeppni karla varð sveit Skotfélags Akureyrar í öðru sæti með 306 stig og sveit Skotfélagsins Markviss með 268 stig./gkg