Þriðjudagur, 16. september 2014 14:10 |
Á laugardaginn kemur, 20.september fer fram á skotvelli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi kvennamót í haglabyssu-skeet. Keppt verður í byrjendaflokki og einnig í flokki kvenna sem lengra eru komnar í íþróttagreininni. Mótið hefst kl.12:00 og stendur fram eftir degi. Hvetjum alla áhugasama um skotfimi að kíkja nú við og sjá hvernig stelpurnar eru að skjóta.
|