Úrslit á landsmótinu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 08. nóvember 2014 20:59

2014 8nov g14_33232014 8nov g14_33692014 8nov g14_3406

2014 8nov urslit loft

2014 8nov g14_34182014 8nov g14_34632014 8nov g14_34642014 8nov g14_34782014 8nov g14_34832014 8nov loftg14_3321

 

 

 

 

Á landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR í loftskammbyssu kvenna með 372 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr SFK með 361 stig og Guðrún Hafberg úr SFK varð í 3ja sæti með 326 stig. Í loftskammbyssu unglinga sigraði Margrét Skowronski úr SR með 273 sti og í öðru sæti varð Dagný R.Sævarsdóttir úr SFK með 265 stig. Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 577,2 stig, í öðru sæti varð Theódór Kjartansson úr SK með 537,8 stig og í 3ja sæti varð Þorsteinn B. Bjarnarson úr SR með 486,1 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Thomas Viderö úr SFK með 550 stig+9 Xtíur, annar varð Karl kristinsson úr SR einnig með 550 stig en einni tíu færri eða 8 Xtíur. Í þriðja sæti varð Ívar Ragnarsson úr SFK með 541 stig+10 Xtíur en fjórði var Guðmundur Helgi Christensen úr SR með sama skor en 7 Xtíur. Í loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 405,5 stig og Jórunn Harðardóttir úr SR varð önnur með 396,1 stig. Í liðakeppni karla sigraði A-sveit SFK með 1,629 stig, önnur varð A-sveit SR með 1,569 stig en hana skipuðu Karl Kristinsson, Engilbert Runólfsson og Guðmundur Helgi Christensen og í 3ja sæti B-sveit SFK með 1,510 stig. Þess má geta að skor Írisar og Jórunnar í loftriffli er yfir gildandi Ólympíulágmarki s.k.MQS) og eins árangur Jórunnar í loftskammbyssu. Keppt var í fyrsta skipti með nýjum keppnisbúnaði frá svissneska fyrirtækinu SIUS, sem Skotfélag Reykjavíkur var að setja í gang og tókst framkvæmdin ágætlega. Slatti af myndum eru einnig hérna.

AddThis Social Bookmark Button