Laugardagur, 08. nóvember 2014 21:14 |
Ásgeir Sigurgeirsson er nú að keppa með liði sínu í Þýsku deildakeppninni í loftskammbyssu. Hann sigraði keppinaut sinn í dag með 385 stigum gegn 379. Liðið hans, TV Öttingen, sigraði sína viðureign 4:1. Hann keppir aftur á morgun. Þess ber að geta að í Þýsku deildinni er aðeins keppt í liðakeppni og skjóta allir keppendur 40 skotum óháð hvort um konu eða karl er að ræða. Hægt er að fylgjast með á þessari slóð.
|