Sunnudagur, 23. nóvember 2014 19:55 |
Á landsmóti STÍ í 60 skotum liggjandi riffli, sem haldið var í Kópavogi í dag, sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur í kvennaflokki á nýju Íslandsmeti, 616,8 stig. Í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir úr SFK með 600,4 stig. Í karlaflokki sigraði Arnfinnur Jónsson úr SFK með 613,5 stig, Guðmundur Helgi Christensen úr SR varð annar með 609,4 stig og í þriðja sæti Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 608,5 stig. Í liðakeppninni sigraði SFK með 1830,2 stig, sveit SÍ varð önnur með 1785,5 stig og í þriðja sæti sveit SK með 1726,3 stig.
|