Laugardagur, 13. desember 2014 18:31 |
Á landsmóti STÍ sem haldið var á Borgarnesi í dag, sigraði Jórunn Harðardóttir í loftskammbyssu kvenna með 368 stig og Ásgeir Sigurgeirsson sigraði í karlakeppninni með 575 stig. Eins vann Margrét Skowronski í loftskammbyssu unglinga með 294 stig og Jórunn Harðardóttir vann einnig loftriffilkeppnina með 392,7 stig. Frábær árangur hjá okkar keppendum í dag og er skor Ásgeirs og bæði skor Jórunnar yfir gildandi Ólympíulágmarki (MQS). Þau eru öll í Skotfélagi Reykjavíkur. Í loftskammbyssu karla varð Thomas Viderö SFK annar (559) og Ívar Ragnarsson SFK þriðji (553). Í loftskammbyssu kvenna varð Bára Einarsdóttir SFK önnur (346) og Guðrún Hafberg varð þriðja (323). Arnar H. Bjarnason úr SFK keppti í unglingaflokki í loftriffli og bætti þar eigið Íslandsmet með 420 stig. Í loftriffli karla sigraði Theódór Kjartansson úr SK með 555,7 stig, annar varð Logi Benediktsson úr SFK með 547,4 stig og í þriðja sæti Þorsteinn Bjarnarson úr SR með 464,4 stig. Í liðakeppni karla í loftskammbyssu sigraði A-sveit SFK með 1,665 stig, A-sveit SR varð önnur með 1,614 stig og í þriðja sæti A-sveit SKV með 1,523 stig. Þetta var fyrsta landsmót Skotíþróttasambands Íslands sem haldið er í nýrri skotaðstöðu Skotfélags Vesturlands á Borgarnesi.
|