Sunnudagur, 14. desember 2014 15:19 |
Á Landsmóti STÍ í 60 skotum liggjandi riffli sem haldið var í Egilshöllinni í dag sett sveit Skotfélags Kópavogs nýtt Íslandsmet í liðakepnninni, 1835,6 stig. í sveitinni voru Arnfinnur Jónsson, Jón Þór Sigurðsson og Stefán E.Jónsson. Í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1791,0 stig en í hennii voru Valur Richter (605,1), Guðmundur Valdimarsson (601,9) og Ívar M. Valsson (584,0). Í þriðja sæti hafnaði svo sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1758,7 stig en sveitina skipuðu Guðmundur HelgiÂÂÂÂ Christensen (605,4), Þorsteinn Bjarnarson (602,2) og Þórir Kristinsson (551,1). Í einstaklingskeppninni sigraði Arnfinnur A. Jónsson SFK með 617,3 stig, Jón Þór Sigurðsson SFK með 610,1 stig og Stefán Eggert Jónsson með 608,2 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 609,3 stig. Slatti af myndum frá mótinu eru hérna.
|