Sunnudagur, 18. janúar 2015 20:51 |
Skotfimi verður nú í fyrsta skipti með á hinum árlegu Reykjavíkurleikum. Keppt verður í Loftskammbyssu og Loftriffli karla og kvenna. Keppnin fer fram í Egilshöllinni laugardaginn 24.janúar n.k. og hefst þá kl.09:00. Keppnisæfing skráðra keppenda er á föstudaginn 23.janúar kl. 14:00 til 18:00. Lokaskráning fer nú fram og lýkur að kvöldi þriðjudagsins 20.janúar með tölvupósti á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Reiknað er með að allir bestu skotmenn landsins mæti til leiks. Upplýsingar eru á heimsíðu leikanna hérna.
|