Miðvikudagur, 21. janúar 2015 14:54 |
Riðlaskipting RIG-mótsins á laugardaginn er komin hérna. Fyrri riðillinn hefst kl.09:00 og sá seinni kl.11:00. Reiknað er með að FINAL-keppnin í loftskammbyssu karla hefjist kl.13:30. Keppendur komast á sína braut hálftíma fyrir skottíma og mega hefja æfingaskot 15 mínútum fyrir upphaf riðils. Að loknu móti eru tilnefndir Skotkarl og Skotkona mótsins úr röðum beggja greina og ræður þar bestur árangur á alþjóðamælikvarða. Mótsstjórn sér um valið. Þau hljóta viðurkenningar sem veittar verða á lokahófi leikanna á sunnudagskvöldinu 25.janúar.
|