Jórunn jafnaði Íslandsmetið á RIG 2015 Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 24. janúar 2015 16:58

Skotfimi var nú með í fyrsta skipti á Reykjavíkurleikunum. Keppt var í loftbyssugreinunum í aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur í Egilshöllinni. Keppt var með nýjum skotbrautum sem félagið fékk fyrir stuttu síðan.
Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reylkjavíkur með 767,7 stig en í öðru sæti varð Thomas Viderö úr Skotfélagi Kópavogs með 747,4 stig. Þriðji varð svo Ívar Ragnarsson úr Skotfélagi Kópavogs.

Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 374 stig sem er jöfnun á hennar eigin Íslandsmeti. Í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir úr Skotfélagi Kópavogs með 357 stig og í því þriðja Andrea Ösp Karlsdóttir einnig úr Skotfélagi Kópavogs með 338 stig.

Í loftriffli karla sigraði sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 587,8 stig og Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur varð í öðru sæti með 537,6 stig. Þriðji varð Sigfús Tryggvi Blumenstein úr SKotfélagi Reykjavíkur með 532,4 stig. Arnar H.Bjarnason úr Skotfélagi Kópavogs bætti eigið Íslandsmet í unglingaflokki og endaði á 480,8 stigum.

í loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 397,6 stig en Jórunn Harðardóttir varð önnur með 393,2 stig.

Nokkrar myndir eru hérna.  Nánari úrslit hérna.

AddThis Social Bookmark Button