Laugardagur, 24. janúar 2015 16:58 |
Skotfimi var nú með í fyrsta skipti á Reykjavíkurleikunum. Keppt var í loftbyssugreinunum í aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur í Egilshöllinni. Keppt var með nýjum skotbrautum sem félagið fékk fyrir stuttu síðan. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reylkjavíkur með 767,7 stig en í öðru sæti varð Thomas Viderö úr Skotfélagi Kópavogs með 747,4 stig. Þriðji varð svo Ívar Ragnarsson úr Skotfélagi Kópavogs.
Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 374 stig sem er jöfnun á hennar eigin Íslandsmeti. Í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir úr Skotfélagi Kópavogs með 357 stig og í því þriðja Andrea Ösp Karlsdóttir einnig úr Skotfélagi Kópavogs með 338 stig.
Í loftriffli karla sigraði sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 587,8 stig og Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur varð í öðru sæti með 537,6 stig. Þriðji varð Sigfús Tryggvi Blumenstein úr SKotfélagi Reykjavíkur með 532,4 stig. Arnar H.Bjarnason úr Skotfélagi Kópavogs bætti eigið Íslandsmet í unglingaflokki og endaði á 480,8 stigum.
í loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 397,6 stig en Jórunn Harðardóttir varð önnur með 393,2 stig.
Nokkrar myndir eru hérna.ÂÂ Nánari úrslit hérna.
|