Laugardagur, 31. janúar 2015 13:22 |
Ásgeir Sigurgeirsson komst í úrslit í loftskammbyssunni á seinni deginum á einu sterkasta móti ársins IWK í München. Þar gekk honum ansi vel og endaði að lokum í þriðja sæti. Einsog í gær þá vantaði ekki stórstjörnurnar sem hann keppti gegn en kallinn sýndi styrk sinn og stimplaði sig enn frekar inn í hóp þeirra bestu í hans grein. Nánar á heimasíðu mótsins hérna.
|