Laugardagur, 31. janúar 2015 15:35 |
Á landsmóti STÍ í liggjandi riffli, sem haldið var í dag í Egilshöllin sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 617,8 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 612,8 stig og þriðji varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 612,5 stig. Í liðakeppni sigraði A-sveit Skotfélags Kópavogs (Arnfinnur A.Jónsson, Jón Þ. Sigurðsson og Stefán E. Jónsson) með 1830,9 stig, önnur varð A-sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar (Valur Richter, Guðmundur Valdimarsson og Ívar M. Valsson) með 1813,2 stig og í þriðja sæti A-sveit SR (Guðmundur Helgi Christensen, Þorsteinn Bjarnarson og Þórir Kristinsson) með 1798,9 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 610,6 stig og í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir úr SR með 607,3 stig.
|