Sunnudagur, 08. febrúar 2015 12:09 |
Í úrslitakeppni þýsku Bundesligunnar sem fram fór um helgina endaði lið Ásgeirs Sigurgeirssonar í 5.sæti en 8 lið komust í úrslitakeppnina. Lið hans, TSV Ötlingen, tapaði sínum leik við Braunschweiger SG með 2:3. Ásgeir vann sinn keppinaut, Evrópumeistarann Oleg Omelchuk frá Úkraínu með 381 stigi gegn 378 en það dugði ekki til því 3 félagar Ásgeirs töpuðu sínum viðureignum og komust því ekki áfram. Nánari úrslit má finna hérna.
|