Mánudagur, 09. febrúar 2015 19:09 |
Reykjavíkurmótið í loftbyssugreinunum fer fram í Egilshöllinni á miðvikudaginn 11.febrúar. Það hefst kl.17. Keppendur geta mætt á bilinu 17 til 19:30 og hafið keppni, eftir því sem pláss er á brautum. Ekki er því um eiginlega riðla að ræða. Keppnisæfing skráðra keppenda verður á morgun þriðjudag kl.19-21.
|