Landsmót í 60sk liggjandi riffli var um helgina Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 16. febrúar 2015 13:08

60sk skyttaLandsmót Skotíþróttasambands Íslands í 60sk liggjandi riffli var haldið í Digranesi á laugardaginn.
Tveir keppendur mættu til leiks í kvennaflokki og þar hafði Jórunn Harðardóttir sigur á Írisi Evu Einarsdóttur sem var að keppa í sínu fyrsta 50m liggjandi móti. Íris var að gera góða hluti enda ekki alls óvön gatasigtunum. Íris Eva skoraði 587.1 stig en Jórunn, sigurvegarinn, lauk keppni á 605,3 stigum. Þær stöllur kepptu báðar fyrir hönd Skotfélags Reykjavíkur.
Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson, Skotfélagi Kópavogs. Jón þór skoraði 615.7 stig. Í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen, Skotfélagi Reykjavíkur á 613,4 stigum. Arnfinnur Auðunn Jónsson, Skotfélagi Kópavogs, varð svo í þriðja sæti með 611.8 stig.
Í liðakeppninni sigraði A sveit Skotfélags Kópavogs með 1832,7 stig en sveitina skipuðu þeir Jón Þór, Arnfinnur auk Stefáns Eggerts Jónssonar. Sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar varð í öðru sæti með 1796,9 stig. Sveitina skipuði Valur Richter, Ívar Már Valsson og Guðmundur Valdimarsson. Sveit Skotfélags Reykjavíkur hreppti svo þriðja sætið á 1789.0 stigum en sveitina skipuðu Guðmundur Helgi, Þorsteinn Bjarnarson og Þórir Kristinsson.

AddThis Social Bookmark Button