Laugardagur, 28. febrúar 2015 14:29 |
Á landsmóti STÍ í Sport skammbyssu sem fram fór í Egilshöllinni í dag sigraði Eiríkur Ó. Jónsson úr SFK með 545 stig, annar varð Karl Kristinsson úr SR með 532 stig og í þriðja sæti varð Jón Á. Þórisson úr SR með 494 stig. A-lið Skotfélags Reykjavíkur sigraði í liðakeppninni með 1506 stig en sveitina skipuðu Karl Kristinsson, Jón Á. Þórisson og Engilbert Runólfsson. Í öðru sæti varð B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1408 stig en hana skipuðu Jórunn Harðardóttir, Þórhildur Jónasdóttir og Kolbeinn Björgvinsson.
|