Laugardagur, 18. apríl 2015 15:27 |
Íslandsmótinu í Staðlaðri skammbyssu er lokið og varð Grétar Mar Axelsson úr SA Íslandsmeistari með 533 stig, Jón Þ.Sigurðsson úr SFK varð annar með 509 stig og Karl Kristinsson þriðji með 508 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Akureyrar með 1,460 stig, í öðru sæti varð A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,456 stig og í þriðja sæti hafnaði B-sveit Skotfélags Kópavogs með 1,437 stig.
|