Sunnudagur, 19. apríl 2015 14:14 |
Á Íslandsmótinu í þríþraut með riffli í dag, varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR Íslandsmeistari karla, en þeir skjóta 3x40 skotum, með 1.100 stig, sem jafnframt er nýtt Íslandsmet.Â Í öðru sæti varð Theódór Kjartansson úr SK með 1,035 stig og í 3ja sæti Þorsteinn Bjarnarson úr SR með 960 stig. Í kvennaflokki, en þær skjóta 3x20 skotum, varð Jórunn Harðardóttir Íslandsmeistari á nýju Íslandsmeti 531 stig. Sveit Skotfélags Reykjavíkur varð Íslandsmeistari á nýju Íslandsmeti, 2.897 stig en sveitina skipuðu Guðmundur Helgi Christensen, Þorsteinn Bjarnarson og Þórir Friðriksson.
|