Íslandsmótið í Loftskammbyssu og Loftriffli var haldið í Egilshöllinni í dag. Í loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 401,7 stig en í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir úr SR með 391 stig. Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 587,3 stig, í öðru sæti varð Theódór Kjartansson úr SK með 556,2 stig og í þriðja sæti varð Sigfús Tryggvi Blumenstein úr SR með 554,2 stig.
Í liðakeppninni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur á nýju Íslandsmeti, 1641,9 stig með innanborðs þá Guðmund Helga, Sigfús Tryggva og Þorstein Bjarnarson. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 370 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr SFK með 341 stig og í þiðja sæti varð Guðrún Hafberg úr SFK með 325 stig. Í Loftskammbyssu kvenna í unglingaflokki sigraði Margrét Skowronski úr SR með 318 stig en í öðru sæti og jafnframt Íslandsmeistari varð Dagný R. Sævarsdóttir úr SFK með 283, þar sem Margrét er bandarískur ríkisborgari.
Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 570 stig, annar varð Ívar Ragnarsson úr SFK með 551 stig og í þriðja sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 548 stig.
Í liðakeppni í loftskammbyssu karla varð A-sveit Skotfélags Reykjavíkur Íslandsmeistarar með 1,648 stig en í sveitinni voru Ásgeir Sigurgeirsson, Guðmundur Helgi Christensen og Guðmundur Kr. Gíslason. Í öðru sæti var A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,631 stig en í henni voru Ívar Ragnarsson, Nicolas Jeanne og Stefán Sigurðsson. Í þriðja sæti varð B-sveit SFK með innaborðs þá Jón Þór Sigurðsson, Ólaf Egilsson og Jóhann A. Kristjánsson.
Eins voru Íslandsmeistarar í flokkum krýndir en þeir voru í loftskammbyssu karla, Ásgeir Sigurgeirsson úr SR í meistaraflokki, Ívar Ragnarsson úr SFK í 1.flokki, Ólafur Egilsson úr SFK í 2.flokki, Jón Þór Sigurðsson úr SFK í 3.flokki og í 0.flokki Gísli Þorsteinsson úr SFK. Í loftskammbyssu kvenna varð Jórunn Harðardóttir úr SR Íslandsmeistari í meistaraflokki, Guðrún Hafberg úr SFK í 1.flokki, Þuríður E. Helgadóttir í 0.flokki og Dagný R. Sævarsdóttir í unglingaflokki.ÂÂ Í loftriffli karla varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR Íslandsmeistari í meistaraflokki, Sigfús Tryggvi Blumenstein úr SR í 1.flokki, Theódór Kjartansson úr SK í 2.flokki, Þorsteinn B. Bjarnarson í 3.flokki og Arnar H. Bjarnason úr SFK í unglingaflokki. Íslandsmeistari í meistaraflokki í loftriffli kvenna varð Íris Eva Einarsdóttir úr SR. Myndir frá mótinu eru aðgengilegar hérna.
|