Sunnudagur, 26. apríl 2015 17:48 |
Jórunn Harðardóttir úr SR varð Íslandsmeistari í kvennaflokki í 60 skotum liggjandi riffli í dag með 614,2 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr SFK með 605,2 stig og Íris Eva Einarsdóttir úr SR varð þriðja með 557,2 stig. Í karlaflokki sigraði Jón Þ.Sigurðsson úr SFK á nýju Íslandsmeti 622,2 stig. Í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 615,3 stig og Arnfinnur A. Jónsson úr SFK varð þriðji með 608,8 stig. Sveit Skotfélags Reykjavíkur varð í þriðja sæti í liðakeppninni með innaborðs þá Guðmund Helga , Þorstein B. Bjarnarson og Þóri Kristinsson með 1,796.2 stig. A-lið Skotíþróttafélags Kópavogs sigraði á nýju Íslandsmeti 1,836.9 stig og sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar varð önnur með 1,806.8 stig. Nánari fréttir eru á heimasíðu mótshaldara SFK.
|