Helga sigraði í kvennakeppninni í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 02. maí 2015 18:19

2015skeetkv2mai123Á Landsmóti STÍ sem haldið var á Álfsnesi í dag sigraði Helga Jóhannsdóttir úr SÍH með 45+4+9 stig, í öðru sæti varð Snjólaug M. Jónsdóttir úr MAV með 42+5+4 stig. Í þriðja sæti varð svo Dagný H. Hinriksdóttir úr SR með 29+7+4 stig. Í fjórða sæti varð Eva Ó. Skaftadóttir úr SR með 39+3+3 stig. Í 5.sæti hafnaði Lísa Óskarsdóttir úr SR með 23+6 stig. Keppni í karlaflokki stendur yfir í tvo daga en staðan eftir fyrir daginn er þannig að Örn Valdimarsson og Sigurður Unnar Hauksson eru efstir og jafnir með 69 stig af 75 mögulegum en þeir keppa báðir fyrir Skotfélag Reykjavíkur, þar á eftir með 65 stig Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar og síðan jafnir með 64 stig eru þeir Hákon Þ.Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands og Grétar Mar Axelsson úr Skotfélagi Akureyrar. Í liðakeppninni eru tvo lið skráð til leiks og er lið SR með 193 stig og lið SA með 180 stig eftir fyrri daginn. Á morgun verða skotnir tveir hringir og svo úrslit eftir það. Slatti af myndum hérna.

AddThis Social Bookmark Button