Á Landsmótinu á Álfsnesi í dag, sigraði Grétar Mar Axelsson úr SA í karlaflokki eftir úrslitaviðureign við Örn Valdimarsson úr SR. Bronsverðlaunin hlaut Sigurður Unnar Hauksson úr SR eftir viðureign við Guðlaug Braga Magnússon úr SA. í 5.sæti varð Hákon Þ. Svavarsson úr SFS og í 6.sæti varð Stefán Gísli Örlygsson úr SKA. Í liðakeppninni sigraði sveit Sktfélags Reykjavíkur með 317 stig en hana skipuðu þeir Örn Valdimarsson, Sigurður U. Hauksson og Kjartan Ö. Kjartansson. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags AKureyrar með 301 stig með innanborðs þá Grétar M. Axelsson, Guðlaug B. Magnússon og Sigurð Á. Sigurðsson. Í undankeppninni varð Örn Valdimarsson efstur með 114 stig, annar var Sigurður U. Hauksson með 111 stig og þriðji Guðlaugur B. Magnússon með 108 stig. Myndir frá deginum verða hérna.