Laugardagur, 06. júní 2015 08:54 |
3.júní. Keppni er lokið í loftskammbyssu karla í Íþróttahúsinu Hátúni en þar stóð Monacobúinn, Boris Jeremenko uppi sem sigurvegari. Jeremenko tókst að komast upp fyrir Ívar Ragnarsson á síðustu skotunum en Ívar hafði verið í forystu megnið af lokakeppninni. Jeremenko skoraði 193,6 stig í lokakeppninni en Ívar 190.7. ívar hreppti því annað sætið í greininni en Thomas Viderö varð í þriðja sæti með 171,7 stig.
|