Laugardagur, 06. júní 2015 08:52 |
3.júní. Loftskammbyssukeppni kvenna var spennandi í dag. Jórunn Harðardóttir sótti í sig veðrið seinni hluta úrslitakeppninnar og endaði að lokum með silfrið með 188,5 stig en Sylvie Schmit frá Luxemborg vann gullið með 191,8 stig. Bronsið féll í hlut Carine Canestrelli frá Mónakó. Guðrún Hafberg keppti einnig fyrir okkur en komst ekki í úrslit að þessu sinni. Guðrún er elsti keppandi leikanna en hún varð sextug á árinu.
|