Sunnudagur, 28. júní 2015 19:37 |
Íslandsmethafinn Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur hafnaði í 11.sæti af 52 keppendum á Copenhagen Grand Prix mótinu í haglabyssugreininni skeet sem lauk í Kaupmannahöfn í dag. Hann náði 117 stigum af 125 mögulegum (23 25 23 24 22). 118 stig þurfti til að komast í úrslit þannig að litlu munaði að hann keppti til úrslita.
|