Sunnudagur, 22. nóvember 2015 20:03 |
Á Landsmóti STÍ í 50 metrum liggjandi riffli sem haldið var í Egilshöllinni í dag, sigraði Jón Þ.Sigurðsson úr SFK með 618,5 stig, Guðmundur Helgi Christensen úr SR varð annar með 616,5 stig og í þriðja sæti Valur Richter úr SÍ með 610,4 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 605,0 stig, önnur varð Jórunn Harðardóttir úr SR með 604,2 stig og í þriðja sæti Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 550,2 stig. Í liðakeppninni sigraði lið SFK með 1.810,1 stig og í öðru sæti varð sveit SÍ með 1.806,7 stig.
|