Ásgeir Sigurgeirsson var að keppa með liði sínu TSV Ötlingen í þýsku Bundesligunni um helgina. Hann var að ljúka seinni keppninni nú rétt í þessu. Þar sigraði hann keppninaut sinn með 386 stigum gegn 375 og liðið hans sem skipað er 5 skotmönnum, vann sinn leik 3:2. Einnig var keppt í gær og sigraði Ásgeir sinn leik þar með 374 stigum gegn 373 og liðið vann þann leik einnig 3:2.